Caruso opnar á nýjum stað í dag

Caruso opnar í dag í Austurstræti 22.
Caruso opnar í dag í Austurstræti 22. Mynd/Caruso

Veitingastaðurinn Caruso opnar í dag, Þorláksmessu, á nýjum stað í Austurstræti 22.

Í tilkynningu frá eigendum veitingastaðarins segir að Caruso hafi neyðst til að loka í Þingholtsstræti 1 í síðustu viku eftir að leigusali hússins hafi tekið sér lögregluvald og meinað eigendum og starfsfólki Caruso aðgang að húsinu. Því miður hafi það leitt til þess að þeir sem áttu pantað borð í síðustu viku urðu frá að hverfa. „Eigendum Caruso þykir miður að svo hafi farið og biður þá viðskiptavini sem urðu fyrir óþægindum velvirðingar á röskuninni. Óviðráðanlegar aðstæður og óbilgirni leigusala leiddu til þess að svona fór,“ segir í tilkynningu frá Jose Luis Garcia og Þrúði Sjöfn Sigurðardóttur, eigendum Caruso.

Flytja að Austurstræti 22

Samningar tókust í gær við eigendur hússins við Austurstræti 22, sem kennt er við Jörund, um að Caruso flytji starfsemi sína þangað. „Því er hægt að segja að Jörundur taki vel á móti Caruso.“ Sömu eigendur verða áfram að Caruso þó veitingastaðurinn flytji sig um set.

Starfsemi Caruso í Austurstræti 22 hefst strax í dag, Þorláksmessu, og opna dyr veitingastaðarins um hádegisbil. Haft hefur verið samband við þá gesti sem áttu pantað borð á Caruso en aðrir gestir eru að sjálfsögðu boðnir velkomnir líka. Tekið er við borðapöntunum í síma 571 9777.

Þeir sem eiga gjafakort á Caruso geta notað þau á nýja staðnum, eða á Tapashúsinu við Ægisgarð.

„Eigendur og starfsfólk Caruso vona að tryggir viðskiptavinir staðarins um langt árabil eigi eftir að njóta þekktra rétta og góðrar þjónustu Caruso á nýja staðnum og býður þá og nýja viðskiptavini velkomna í Austurstræti 22,“ segir í tilkynningu frá Caruso.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK