Tónlistarmenn í mál við Youtube

Tónlistarmaðurinn Pharrell Williams.
Tónlistarmaðurinn Pharrell Williams. mbl.is/AFP

Nokkur af stærstu nöfnunum í tónlistarbransanum hyggjast fara í mál við Google þar sem þess er krafist að um 20 þúsund myndbönd verði fjarlægð af Youtube. Telja tónlistarmennirnir að Youtube hafi ekki sýningarrétt á myndböndunum.

Hópurinn kallast Global Music Rights Group en í honum eru m.a. Pharrell Williams, The Eagles, John Lennon, Chris Cornell og Smokey Robinson ásamt fleirum.

Google hyggst þó ekki gefa eftir og halda forsvarsmenn fyrirtækisins því fram að þeir eigi í raun sýningarréttinn og vilja ekki taka myndböndin niður. Þá hefur Youtube einnig tilkynnt að ný streymisþjónusta í anda Spotify, Music Key, verði tekin í notkun á næstunni þar sem nálgast má sama lagasafn og finna má á Youtube. Tónlistarmennirnir ætla hins vegar að krefjast eins milljarðs dollara í bætur, verði Youtube ekki við beiðninni.

Aðpurður hvers vegna Youtube sé sérstaklega tekið fyrir fram yfir aðrar streymisþjónustur sagði Irving Azoff, talsmaður hópsins, að fyrirtækið hefði sýnt minnstan samstarfsvilja í málinu.

Time greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK