Hlutafjáraukningu Straums lokið

Straumur eignaðist nýlega virka eignarhluti í MP banka og Íslenskum …
Straumur eignaðist nýlega virka eignarhluti í MP banka og Íslenskum verðbréfum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Straumur fjárfestingabanki hefur lokið hlutafjáraukningu að upphæð 500 milljónir króna. Í tilkynningu frá bankanum er greint frá að 65% af nýju útgefnu hlutafé hafi verið selt til fjögurra stærstu hluthafa bankans en 35% voru seld til starfsmanna.

Morgunblaðið sagði frá því í byrjun þessa mánaðar að hlutafjáraukning hefði verið samþykkt á hluthafafundi í nóvember og að stefnt væri að því að auka hlutafé bankans um allt að 500 milljónir fyrir árslok.

Komu nýir meirihlutaeigendur að Straumi í júlí þegar hópur fjárfesta keypti 65% hlut af eignaumsýslufélaginu AMC. Fjárfestahópurinn var leiddur af Finni Reyr Stefánssyni og Tómasi Kristjánssyni, eigendum fjárfestingafélagsins Siglu. Í kjölfarið á eigendaskiptunum keypti Straumur virka eignarhluti í MP banka og Íslenskum verðbréfum. Er nýafstaðin hlutfjáraukning hugsuð til að styðja við áform bankans um áframhaldandi ytri vöxt, að því er fram kemur í tilkynningu.

Jakob Ásmundsson, forstjóri Straums, segir hlutafjáraukninguna góðan endi á viðburðaríku ári. „Afkoma Straums er góð og augljóst að bæði hluthafar og starfsfólk hafa mikla trú á tækifærum bankans til að efla sig og styrkja á næstu árum. Það er gaman að heilsa nýju ári með þetta nýja afl og mikla metnað í farteskinu.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK