Lindsay kaupir Bezt á lambið

Húsnæði Lindsey
Húsnæði Lindsey Mynd/Lindsay

John Lindsay hf. hefur keypt kryddframleiðandann Bezt á lambið. Lindsay hf. sérhæfir sig í innflutningi, heildsölu og framleiðslu á ýmiss konar mat- og dagvöru til heimila og mötuneyta. Best á lambið framleiðir úrval af kryddblöndum sem seldar hafa verið hér á landi á undanförnum árum.

Að því er haft er eftir Stefáni S. Guðjónssyni, framkvæmdastjóra Lindsay, í fréttatilkynningu mun framleiðslan færast í Klettagarða en engin breyting verður á söluvörum félaganna. Telur Stefán að sameinað félag muni ná fram aukinni hagræðingu auk margvíslegra nýrra tækifæra. „Okkar markmið er að auka þjónustuna við viðskiptavini með bættu vöruframboði og aukinni þjónustu. Þessi kaup eru liður í því,“ er haft eftir Stefáni.

Bezt á lambið verður sameinað matvælaframleiðandanum Agnari Ludvigssyni ehf., sem er dótturfélag Lindsay hf.

John Lindsey hf. hefur keypt Bezt á lambið.
John Lindsey hf. hefur keypt Bezt á lambið. Mynd/Lindsay
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK