Verne Global tryggir sér 13 milljarða

Gagnaver
Gagnaver

Verne Global hefur lokið við hlutafjáraukningu fyrir allt að 98 milljónir bandaríkjadala, eða tæplega 13 milljarða króna. Fyrirtækið mun nota hið nýja hlutafé til að auka afkastagetu gagnaversins og útvíkka þjónustuframboð. Fjármögnunin gerir það að verkum að Verne Global getur ráðist í nauðsynlegar fjárfestingar til að mæta vaxandi eftirspurn frá núverandi og nýjum viðskiptavinum að því er fram kemur í tilkynningu.

Ver­ne Global rek­ur gagna­verið á Ásbrú.

SÍA II, framtakssjóður í rekstri Stefnis, kemur ásamt hópi lífeyrissjóða nýr inn í hluthafahóp félagsins. Stærstu hluthafar Verne Global fyrir hlutafjáraukningun; Wellcome Trust, Novator Partners, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors, og General Catalyst, tóku einnig þátt í hækkuninni. Arctica Finance var ráðgjafi Verne Global við fjármögnunina.

Ísland ákjósanlegur staður

„Hið mikla magn nýrra gagna sem verða til og eru unnin á hverjum degi leiðir til þess að markaðurinn hefur endurmetið þörf sína fyrir gagnavörslu, gagnavinnslu og hvar þessi þjónusta fer fram,“ er haft eftir Jeff Monroe, forstjóra Verne Global, í tilkynningu. „Til að ná árangri í hagkerfi sem er drifið áfram af gögnum og vinnslu upplýsinga skiptir aðgangur að orku, áreiðanleiki hennar og kostnaður miklu máli. Allir þessir þættir eru hagstæðir á Íslandi sem gerir það að verkum að við teljum Ísland vera ákjósanlegan og hagfelldan stað til að staðsetja gagnaversþjónustu fyrir alþjóðleg fyrirtæki.“                                

Þörfin fer vaxandi

„Við erum ánægðir með að koma inn í hluthafahóp Verne Global og styðja áframhaldandi vöxt fyrirtækisins og þróun gagnaversiðnaðar á Íslandi,“ er haft eftir Arnari Ragnarssyni og Trausta Jónssyni, sjóðstjórum hjá SÍA II. „Verne Global hefur á að skipa öflugu starfsfólki og býður viðskiptavinum sínum upp á samkeppnishæfa vöru. Við teljum allar forsendur vera fyrir hendi til að byggja á þeim árangri sem fyrirtækið hefur náð enda fer þörfin eftir þjónustu þess vaxandi sem og vægi þeirrar sérstöðu Verne Global sem felst í staðsetningu þess á Íslandi.“

„Það er ánægjulegt að fá SÍA II og lífeyrissjóði í hluthafahóp Verne Global. Við höfum sýnt fram á það með samstarfi við stóra alþjóðlega viðskiptavini að Ísland er ákjósanlegur staður fyrir gagnaver og það er spennandi fyrir okkur að fá breiðan hóp íslenskra fjárfesta að fyrirtækinu til að taka þátt í uppbyggingu þess,“ er haft eftir Isaac Kato, fjármálastjóra Verne Global.

Athafnasvæði gagnavers Verne Holdings á Ásbrú í Reykjanesbæ
Athafnasvæði gagnavers Verne Holdings á Ásbrú í Reykjanesbæ
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK