Spá 0,9-1% lækkun vísitölu neysluverðs

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni lækka um 0,9% í janúarmánuði frá mánuðinum á undan. Ef spáin gengur eftir hjaðnar verðbólga úr 0,8% í 0,6%, og er þar með áfram undir neðri þolmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans. Verðbólga hefur því ekki verið minni síðan í desember 1994 ef spáin rætist.

Í spánni segir að verðbólguþrýstingur sé nú með minnsta móti til skemmri tíma litið, og á deildin von á mjög lágum verðbólgutölum næstu mánuðina. Greining Íslandsbanka telur að verðbólgan verði undir neðri þolmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans á fyrri hluta ársins, og undir 2,5% verðbólgumarkmiðinu út þetta ár.

Greiningardeild Arion banka spáir svipaðri lækkun en gengur einu prósentustigi lengra og spáir 1% lækkun á vísitölu neysluverðs. 

Í spánni segir að óhætt sé að segja að óvenjumargir þættir hafi áhrif á verðlag að þessu sinni. Í fyrsta lagi tóku skattbreytingar fjárlagafrumvarpsins 2015 gildi um áramótin sem fela í sér breytingar á virðisaukaskattskerfinu annars vegar og afnám vörugjalda hins vegar.

Í öðru lagi koma útsöluáhrif fram í mánuðinum líkt og áður og í þriðja lagi er söguleg lækkun á eldsneytisverði milli mánaða. Ársverðbólga mun því standa í 0,5% í janúar og samkvæmt spá okkar verður verðbólga að meðaltali 0,6% á fyrsta ársfjórðungi eða vel undir fráviksmörkum frá verðbólgumarkmiði Seðlabankans.

Spá Íslandsbanka í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK