Hættir eftir slæmt ár hjá McDonald's

McDonald's hefur átt betri daga.
McDonald's hefur átt betri daga. AFP

Forstjóri skyndibitakeðjunnar McDonald's er hættur eftir arfaslakan árangur fyrirtækisins á síðasta ári. Hagnaður McDonald's dróst saman um 21 prósent á síðasta ársfjórðungi og sala í Bandaríkjunum minnkaði jafnframt um 4,1 prósent. Nam hagnaður fyrirtækisins á ársfjórðunginum um 1,1 milljarði dollara.

Don Thompson hefur gegnt starfinu í um tvö og hálft ár og var í fréttatilkynningu haft eftir honum að það væri erfitt að kveðja „McFjölskylduna“ (e. McFamily). Tekjur Thompson á árinu 2013 námu um 9,5 milljónum dollara, eða um 1,2 milljörðum íslenskra króna.

Eftir að birtingu síðasta ársfjórðungsuppgjörs fyrirtækisins sögðu forsvarsmenn McDonald's að reynt yrði að lokka viðskiptavinina aftur með breytingum á matseðli. 

Við keflinu tekur Bretinn Steve Easterbrook, sem áður var vörumerkjastjóri McDonald's, en hann mun vera fyrsti forstjóri fyrirtækisins sem ekki er bandarískur.

BBC greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK