Erling stýrir Gagnaveitunni

Erling Freyr Guðmundsson.
Erling Freyr Guðmundsson.

Erling Freyr Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags Orkuveitunnar. Erling hefur starfað að fjarskiptamálum í hartnær tvo áratugi á Íslandi og í útlöndum. Erling hitti starfsmenn Gagnaveitunnar í dag og hefur störf á mánudag.

Gagnaveita Reykjavíkur ehf. er fjarskiptafyrirtæki í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Hlutverk hennar er rekstur og uppbygging háhraða gagnaflutningskerfis sem byggir á ljósleiðara- og IP nettækni. Um 60 þúsund heimili eru tengd Ljósleiðaranum. Hjá Gagnaveitunni starfa um 30 manns.

Erling stofnaði Ljósvirkjann, þjónustufyrirtæki við fjarskiptafyrirtæki, árið 1996 og upp úr aldamótum stofnaði hann ásamt öðrum Industria, fyrirtæki sem sérhæfði sig í þjónustu við uppbyggingu ljósleiðarakerfa, segir í fréttatilkynningu. Hann rak það fyrirtæki hér á landi frá 2003 og síðan á Bretlandseyjum frá ársbyrjun 2008. Árið 2013 tók Erling við framkvæmdastjórn fjarskipta- og tæknisviðs 365 miðla en hefur frá miðju síðasta ári starfað sem fjármálastjóri við endurskipulagningu á Hringrás og tengdum félögum.

Erling lagði fyrst stund á rafvirkjun og lauk MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík 2009.

Stjórn Gagnaveitunnar ákvað að auglýsa stöðu framkvæmdastjóra í desember. Stjórnina skipa Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem er formaður, Ingvar Stefánsson framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkuveitunni og Jóna Björk Helgadóttir lögmaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK