Verð á stóriðjuafurðum hækkað um 24,9%

Verð á afurðum stóriðju, s.s. ál og kísiljárn, hefur hækkað …
Verð á afurðum stóriðju, s.s. ál og kísiljárn, hefur hækkað um 24,9 prósent. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Vísitala framleiðsluverðs í desember hækkaði um 3,3 prósent frá nóvembermánuði og var 223 stig. Miðað við desember 2013 hefur vísitala framleiðsluverðs hækkað um 12,2 prósent og verðvísitala sjávarafurða hækkað um 9,6 prósent.

Á sama tíma hefur verð á afurðum stóriðju, s.s. ál og kísiljárn, hækkað um 24,9 prósent og matvælaverð hefur hækkað um 1,1 prósent.

Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar.

Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 273,5 stig, sem er hækkun um 2,1% en vísitala fyrir stóriðju var 237,6 stig og hækkaði um 6,5%. Vísitalan fyrir matvæli hækkaði um 0,2% og vísitala fyrir annan iðnað hækkaði um 2,2%.

Vísitala framleiðsluverðs fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innanlands hækkaði um 0,9%, sem er 0,2% hækkun milli mánaða og vísitala fyrir útfluttar afurðir hækkaði um
4,2%, sem er 3,1% hækkun milli mánaða.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK