Gögnin kosta 150 milljónir

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar

Upplýsingar um meint skattaundanskot íslenskra félaga kosta 150 milljónir króna og eru málin alls 416 talsins. Hvert mál kostar 2.500 evrur. Ráðuneytið er tilbúið að greiða fyrir kaupunum ef skattrannsóknarstjóri telur að upplýsingarnar muni koma að gagni.

Ekki er mögulegt að hafa greiðslurnar háðar árangri af nýtingu þeirra.

Þetta segir í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Bryn­dís Kristjáns­dótt­ir, skatt­rann­sókn­ar­stjóri rík­is­ins, sagði í morgun að annað þeirra tveggja skilyrða sem ráðuneytið hefði sett fyrir kaupum á gögnunum teldist ekki uppfyllt og endurskoða þyrfti hitt. Skil­yrðin tvö voru ann­ars veg­ar að ekki yrðu gerðir samn­ing­ar við aðra en þá sem „til þess eru bær­ir“ og hins veg­ar að mögu­legt væri að skil­yrða greiðslur til selj­enda gagn­anna við hlut­fall af inn­heimtu.

Mega ekki versla við hvern sem er

Í tilkynningu ráðuneytisins segir að hvað skilyrðið um hæfi seljanda varðar hafi einvörðungu verið vísað til þess að því eru skorður reistar á grundvelli fjárreiðulaga og laga um bókhald hvernig viðskiptum ríkisins við einkaaðila er háttað.

Þá segir að skattrannsóknarstjóra beri að meta að hversu miklu gagni upplýsingarnar gætu komið við rannsókn á skattundanskotum og að ákvörðun um kaup á þeim liggi hjá embættinu. Tekið er fram að ráðuneytið sé tilbúið að greiða fyrir kaupunum, verði það niðurstaða embættisins að gögnin gætu nýst. 

Reyndar er einnig tekið fram að það sé niðurstaða skattrannsóknarstjóra eftir skoðun á sýnishorni af upplýsingunum að kaupin gætu mögulega nýst embættinu.

Í tilkynningunni segir ennfremur að starfshópur hafi verið skipaður í desember og var honum falið að leggja mat á það hvort lagaheimildir skattyfirvalda til öflunar upplýsinga í baráttunni gegn skattsvikum væru fullnægjandi og hvort ástæða væri til að taka upp ákvæði um grið í íslensk skattalög, svipuð þeim sem eru í nágrannalöndunum. Niðurstöður eiga að felast í drögum að frumvarpi sem eiga að liggja fyrir eigi síðar en 15. febrúar nk.

Skoða rannsókn á HSBC-málinu

Þá segir að fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi beint því til skattrannsóknarstjóra að athuga hvort fréttaflutningur af viðskiptaháttum svissneska útibús breska bankans HSBC, og eftir atvikum annarra banka, gefi tilefni til rannsókna af hálfu embættisins.

Fram hefur kom að Íslendingar hafi verið í skjölunum sem lekið fram úr HSBC í Sviss en sex viðskipta­vin­ir með teng­ingu við Ísland áttu um 9,5 millj­ón­ir doll­ara, eða rúma 1,2 millj­arða ís­lenskra króna, á 18 banka­reikn­ing­un­um. Einn þeirra er með íslenskan ríkisborgararétt.

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK