Íslendingar geti fengið gögnin

Eva Joly, sérfræðingur í rannsóknum fjármálaglæpa og þingmaður á Evrópuþinginu.
Eva Joly, sérfræðingur í rannsóknum fjármálaglæpa og þingmaður á Evrópuþinginu. mbl.is/Árni Sæberg

Maðurinn sem lak gögnunum um skattaundanskot tengd bankanum HSBC er reiðubúinn að afhenda íslenskum stjórnvöldum þau gögn sem lúta að Íslendingum - þeim að kostnaðarlausu. Þetta sagði Eva Joly í samtali við Rúv í kvöld, en hún setti sig í samband við manninn. 

Í gögn­un­um sem lekið var úr úti­búi breska bank­ans HSBC í Sviss kem­ur fram að sex viðskipta­vin­ir með teng­ingu við Ísland hafi átt um 9,5 millj­ón­ir doll­ara, eða rúma 1,2 millj­arða ís­lenskra króna, á átján banka­reikn­ing­un­um.

Sautján pró­sent þess­ara sex viðskipta­vina eru Íslend­ing­ar eða með ís­lenskt vega­bréf, sem þýðir að um einn ein­stak­ling er að ræða. Hæsta fjár­hæðin sem ein­stak­ur viðskipta­vin­ur með Ísland­s­teng­ingu geymdi á reikn­ing­un­um var átta millj­ón­ir doll­ara, eða um einn millj­arður ís­lenskra króna. Voru því fimm viðskipta­vin­ir með þær rúm­lega 200 millj­ón­ir sem eft­ir standa. 

Ísland sit­ur í 154. sæti á lista yfir þau lönd sem voru með hæst­ar fjár­hæðir á reikn­ing­un­um.

Haft var eftir Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra í kvöldfréttum Rúv að hún ætlaði að setja sig í samband við Evu Jolie til að fá gögnin og ganga úr skugga um að um séu að ræða sömu upplýsingar og hún óskaði eftir í vikunni.

Hún sagðist hafa mikinn áhuga á að fá gögnin.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið hefur beint því til skatt­rann­sókn­ar­stjóra að at­huga hvort frétta­flutn­ing­ur af viðskipta­hátt­um sviss­neska úti­bús breska bank­ans HSBC, og eft­ir at­vik­um annarra banka, gefi til­efni til rann­sókna af hálfu embætt­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK