Nýja myndin á pundinu afhjúpuð

Nýja myndin við hlið núverandi myndar.
Nýja myndin við hlið núverandi myndar. AFP

Ný andlitsmynd á breska pundinu var afhjúpuð í dag en myndin er sú fimmta af Elísabetu Englandsdrottningu. Á pundinu má sjá vangamynd hinnar 88 ára gömlu drottningar þar sem hún skartar kórónu og hangandi perlueyrnalokkum.

Þetta er í fimmta sinn sem skipt er um mynd af drottningunni á 63 ára valdatíma hennar. Fyrsta myndin er frá 1953, önnur frá 1968, sú þriðja frá 1985, fjórða frá 1998 og nú síðast 2015.

Myntin verður fyrst slegin á mánudaginn er fer í dreifingu síðar á árinu.

Myndin var hönnuð af hinum 34 ára gamla Jody Clark og valin í samkeppni sem konunglega myntráðið (e. The Royal Mint Advisory Committe) efndi til. Í samtali við BBC sagðist Clark vonast til þess að hann hefði náð góðri mynd af drottningunni. „Það var yfirþyrmandi að frétta að myndin hefði verið valin og ég trúi því varla enn að myndin mín verði á milljónum smápeninga,“ sagði hann. 

Nýja pundið
Nýja pundið AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK