Þráðlaus hleðsluhúsgögn frá Ikea

Húsgögnin hlaða raftæki þráðlaust.
Húsgögnin hlaða raftæki þráðlaust. Mynd/Ikea

Nýjasta hönnun Ikea gæti útrýmt hefðbundnum hleðslutækjum þar sem húsgögnin hlaða raftæki þráðlaust. Heimilismenn þurfa einungis að leggja símann frá sér og húsgagnið sér um rest.

Í línunni verða lampar og borð með þráðlausum hleðsluflötum. Húsgagnið þarf að vera tengt við rafmagn og hleður þá raftæki ef það er lagt á flötinn. Línan kemur í verslanir í Evrópu og Norður-Ameríku þann 15. apríl en síðar í verslanir um allan heim.

Þá verða einnig seld hleðslutæki sem hægt er að koma fyrir í öðrum húsgögnum og munu þau kosta um 30 evrur, eða 4.400 krónur, en húsgögn með hleðslutæki kosta allt frá 50 evrum, eða um 7.500 krónur. „Fólk hatar snúruflækjur og hefur áhyggjur af því að finna ekki hleðslutæki og sitja uppi með batteríslaust tæki,“ er haft eftir Jeanette Skjelmose, viðskiptastjóra hjá Ikea í Wall Street Journal. 

Þrjú fyrirtæki eru þegar að selja húsgögn sem þessi en talið er að lína Ikea muni marka ákveðin þáttaskil sökum lágrar verðlagningar og koma húsgögnunum inn á fleiri heimili.

Frétt WSJ.

Línan frá Ikea.
Línan frá Ikea. Mynd/Ikea
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK