Skuggabankakerfið minna á Íslandi

Það hefur verið uppgangur í starfsemi svokallaðra skuggabanka hér á …
Það hefur verið uppgangur í starfsemi svokallaðra skuggabanka hér á landi, sem og erlendis, eftir að kreppan skall á fyrir bráðum sex árum. mbl.is/Golli

Skuggabankakerfið hér á landi er minna en víða annars staðar. Tengsl þess við hefðbundið bankakerfi eru þó meiri og aðstæður til vaxtar kerfisins eru fyrir hendi, ekki síst vegna sjóðsöfnunar lífeyrissjóða og fjármagnshafta. 

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu nefndar um skuggabankastarfsemi sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í apríl 2014. Nefndinni var falið að kortleggja skuggabankakerfið á Íslandi, hugsanleg áhrif aukinna krafna á fjármálafyrirtæki á aðra þætti fjármálakerfisins og alþjóðlega þróun á þessu sviði.

Utan eftirlits

Með skuggabankastarfsemi er yf­ir­leitt átt við það þegar hefðbund­in banka­starf­semi fer fram utan hins eft­ir­lits­skylda viðskipta­banka­kerf­is. Skugga­banki er fjár­mála­stofn­un sem sinn­ir nokk­urs kon­ar fjár­mála­legri milli­göngu, það er miðlun fjár­magns frá fjár­magnseig­anda til lán­taka. Hann lýt­ur hins veg­ar ekki eins ströng­um lög­um, regl­um og eft­ir­liti og bank­ar. Starf­sem­in get­ur verið lög­mæt og þarf ekki að vera óæski­leg en fell­ur al­mennt ekki und­ir eft­ir­lit og al­menn lög um fyr­ir­tæki. Eru þetta til dæm­is fjár­fest­ing­ar­fé­lög og líf­eyr­is­sjóðir.

Innleiða Evrópulöggjöf fyrst

Nefndin leggur til að áfram verði unnið að bættri gagnasöfnun sem tengist skuggabankastarfsemi.  Auk þess leggur hún áherslu á að lokið verði við innleiðingu Evrópulöggjafar á þessu sviði áður en ráðist verður í mótun séríslenskrar löggjafar, að undanskildu því að umbætur verði gerðar á fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða. 

Aukist á heimsvísu

<span>Jón Þór Sturlu­son, aðstoðarfor­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, <a href="/vidskipti/frettir/2014/08/03/skuggabankar_geta_skapad_kerfisahaettu/" target="_blank">hefur áður sagt í samtali við mbl </a>að ef skugga­banka­starf­semi hér á landi verði mik­il að um­fangi á til­tekn­um mörkuðum geti skap­ast kerf­is­læg áhætta.</span> <span><a href="/vidskipti/frettir/2014/10/01/haetta_af_skuggabonkum/" target="_blank">Í skýrslu um skuggabankastarfsemi sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn</a> gaf út í október kom fram að starfsemin hafi<span> auk­ist veru­lega á heimsvísu og sér í lagi í Banda­ríkj­un­um en það er talið stefna stöðug­leika fjár­mála­kerf­is­ins í hættu. <span>Talið er að um sex­tíu þúsund millj­arðar Banda­ríkja­dala séu í um­ferð í skugga­banka­kerf­inu</span></span></span>

Frétt mbl.is:

<a href="/vidskipti/frettir/2014/08/03/skuggabankar_geta_skapad_kerfisahaettu/" target="_blank">Skuggabankar gætu skapar kerfisáhættu</a>

Frétt mbl.is:

<a href="/vidskipti/frettir/2014/10/01/haetta_af_skuggabonkum/" target="_blank">Hætta af skuggabönkum</a>
Skugga­banka­starf­semi er sér­stak­lega um­fangs­mik­il í Banda­ríkj­un­um.
Skugga­banka­starf­semi er sér­stak­lega um­fangs­mik­il í Banda­ríkj­un­um. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK