Netárásum á Íslandsbanka fjölgaði

Netárásum á bankann fjölgaði á árinu.
Netárásum á bankann fjölgaði á árinu. EPA

Í nýrri áhættuskýrslu Íslandsbanka fyrir árið 2014 kemur fram að netárásir á bankann hafi aukist en ekkert tap vegna þeirra var þó skráð á árinu. Þá var einnig aukning í svokölluðum „ytri svikum“ sem aðallega má rekja til aukist eftirlits og fjölgunar í skráðum kreditkortasvikum. 

Ytri svik voru 38 prósent allra svokallaðra rekstraratvika sem skráð voru hjá bankanum (e. loss events) sem alls voru 334 talsins á árinu en í fæstum tilvikum höfðu þau í för með sér fjárhagslegt tap fyrir bankann. Um 70 prósent atvikanna skrifast á flokkinn „Clients Products and Business Practices.“

Áhættuskýrslunni er ætlað að veita markaðsaðilum upplýsingar sem ætlað er að auka skilning á áhættustýringu bankans og eiginfjárstöðu hans. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að Íslandsbanki uppfyllti allar innri og ytri kröfur um áhættumörk á árinu 2014. Lausafjár- og eiginfjárstaða bankans er þá sögð sterk og bankinn vel búinn undir mögulegt afnám fjármagnshafta.

Lítil vanskil í evrópskum samanburði

Gæði lánasafnsins hafa þá aukist samfara því að fleiri viðskiptavinir hafa lokið fjárhagslegri endurskipulagningu og hafa vanskilahlutföll lækkað umtalsvert á árinu. Íslandsbanki kemur vel út í samanburði við evrópska banka en samkvæmt skilgreiningu Evrópska bankaeftirlitsins (EBA) á vanskilum þá var staða Íslandsbanka orðin sambærileg besta þriðjungnum í evrópsku bankakerfi í árslok 2014. 

Lykilhagstærðir benda til þess að staða efnahagslífsins sé góð en yfirstandandi kjarasamningar og mögulegt afnám fjármagnshafta skapa óvissu fyrir hagkerfið til skemmri tíma litið. Talið er þá að innleiðing tilskipunar Evrópusambandsins um eiginfjárkröfur (CRV IV) muni reyna mjög á löggjafar- og eftirlitsaðila hér á landi, bæði vegna stjórnarskrárákvæða og umfangs þeirra breytingar sem gera þarf á núgildandi lögum til að tryggja gagngera heildarinnleiðingu í íslenska löggjöf.

Hér má lesa skýrsluna í heild sinni.

Íslandsbanki birti áhættuskýrslu fyrir árið 2014 í dag.
Íslandsbanki birti áhættuskýrslu fyrir árið 2014 í dag. mbl.is/Ómar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK