Viðskipti drógust saman um 46%

Heildarviðskipti með hlutabréf í marsmánuði í Kauphöll Íslands námu 20,5 milljörðum króna eða 935 milljónum á dag og er það 46 prósent lækkun frá fyrri mánuði en í febrúar námu viðskipti um 1,7 milljörðum á dag. Þetta er 16 prósent hækkun milli ára þar sem viðskipti í mars 2014 námu 808 milljónum króna á dag.

Mest voru viðskipi með bréf Icelandair Group, eða fyrir 3,8 milljarða, Marel fyrir 2,7 milljarða, N1 fyrir 2,1 milljarða, VÍS fyrir 1,9 milljarða og HB Granda fyrir 1,8 milljarða.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,5% á milli mánaða og stendur nú í 1.342 stigum. Á Aðalmarkaði Kauphallarinnar var Landsbankinn með mestu hlutdeildina, 26,6%, Arion banki með 21,8% , og Íslandsbanki með 19,8%.

Heildarmarkaðsvirði 724 milljarðar

Í lok mars voru hlutabréf 17 félaga skráð á Aðalmarkaði og First North Iceland og nemur heildarmarkaðsvirði þeirra 724 milljörðum króna, samanborið við 736 milljarða í febrúar.

Heildarviðskipti með skuldabréf námu 189 milljörðum í síðasta mánuði sem samsvarar 8,6 milljarða veltu á dag. Þetta er 10% hækkun frá fyrri mánuði en viðskipti í febrúar námu 7,8 milljörðum á dag og 11% lækkun frá fyrra ári þar sem viðskipti í mars 2014 námu 9,6 milljörðum á dag.

Alls námu viðskipti með ríkisbréf 164 milljörðum en viðskipti með íbúðabréf námu 17,1 milljarði. 

Á skuldabréfamarkaði var Landsbankinn með mestu hlutdeildina, 22,3%, Íslandsbanki með 20,2%, og Arion banki með 18,9%. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,9% í mars og stendur í um 1.115 stigum. Óverðtryggða skuldabréfavísitala Kauphallarinnar lækkaði um -3,2% og sú verðtryggða hækkaði um 2,9%. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK