Tekjuhæsti bandaríski forstjórinn

Nick Woodman, forstjóri og stofnandi GoPro.
Nick Woodman, forstjóri og stofnandi GoPro. Mynd af Wikipedia

Brimbrettagaurinn Nick Woodman, sem síðar gerðist viðskiptajöfur, var hæst launaði bandaríski forstjórinn á árinu 2014.

Hinn 39 ára gamli forstjóri og stofnandi fyrirtækisins GoPro fékk 4,5 milljónir hluta í félaginu í júní á síðasta ári. Miðað við markaðsgengi bréfanna í dag er andvirðið um 284,5 milljónir dollara, eða um 38,5 milljarðar króna. Þetta kemur fram hjá Bloomberg sem hefur sett hann í fyrsta sæti hins svokallaða Bloomberg Pay Index lista sem heldur utan um hæst launuðu bandarísku forstjórana.

Woodman stofnaði GoPro á árinu 2004 en hugmyndina að myndavélinni fékk hann í brimbrettaferð.

Bloomberg Pay Index listinn er uppfærður daglega miðað við gengi hlutabréfa þar sem launakjör forstjóranna eru oft í því formi. Heildartekjur Woodmans á árinu 2014 hafa ekki verið gefnar upp en á árinu 2013 fékk hann 800 þúsund dollara í laun og einnar milljón dollara bónus. Þá fékk hann tæplega 50 þúsund dollara bílastyrk. 

Woodman hefur með þessu tekið sæti Charif Souki, forstjóra Cheniere Energy, sem fékk 281 milljón dollara launauppbót í lok ársins 2013. Souki verður þá ekki jafn tekjuhár á árinu þar sem Cheniere Energy sagðist ætla að draga úr launum hans á árinu 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK