13.000 króna gylltur kleinuhringur

Gullkleinuhringur í sykurskál. Hví ekki.
Gullkleinuhringur í sykurskál. Hví ekki. Mynd/Dolicious Donuts

Þrettán þúsund króna kanadískur kleinuhringur gæti kallað fram vatn í munni hjá kröfuhörðustu sælkerum. Á honum eru 24 karata gullflögur og það tekur um þrjár til fimm klukkustundir að búa til hvern einasta kleinuhring.

Hann kallast „Donutopia“ og fæst í Dolicious Donuts-bakaríinu í West Kelowna í Kanada. Allt hráefnið er í toppklassa. Í deigið er t.d. einungis notað vatn sem heitir „Bling“ en hver flaska af því er seld á 39 dollara úti í búð, eða rúmar 5.000 krónur. Þá er kleinuhringurinn með vínfyllingu og súkkulaði-balsamík hjúpi. Að lokum er hann borinn fram í sykurskál.

Þrátt fyrir hátt verð og óvenjuleg hráefni hefur hann fallið vel í kramið hjá viðskiptavinum að sögn Jeanne Kaminski, bakara hjá Dolicious Donuts.

Þá gæti einhverjum vissulega blöskrað verðið en allur ágóðinn rennur hins vegar til góðgerðarmála og verður notaður til þess að koma á fót mötuneyti fyrir heimilislausa.

Frétt NY Post.

We have several more orders for the #Donutopia #Donut and now have raised over $1000 for the Soup Kitchen. Thank you...

Posted by Dolicious Donuts on Saturday, April 11, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK