Stórgræddu á Fortitude

Aðalpersónur Fortitude.
Aðalpersónur Fortitude.

Sjónvarpsþátturinn Fortitude, sem tekinn var upp hér á landi, skilaði bresku sjón­varps­stöðinni Sky Atlantic besta áhorfsvexti sem verið hefur í rúman áratug og jók hagnað stöðvarinnar.

Í tilkynningu frá Sky segir að tekjur samstæðunnar hafi vaxið um 5 prósent á fyrri helmingi ársins og rekstrarhagnaður jókst um 20 prósent og nam 1 milljarði punda. 

Staðan er sérstaklega góð í Bretlandi og á Írlandi þar sem áhorfið hefur ekki vaxið meira í ellefu ár. Í tilkynningunni segir að stjórnendur stöðvarinnar séu afar spenntir fyrir nýrri þátta gerð og að Fortitude sé vinsælasti þáttur Sky Atlandic í Bretlandi frá upphafi. 

Gagn­rýn­endur hafa verið sáttir með umhverfi þáttanna og sagt það passa vel við ólund­ar­legt og illúðlegt and­rúms­loftið sem birt­ist í For­titu­de. Gagn­rýn­andi heimasíðunn­ar A.V. Club sagði að For­titu­de skeri sig strax í upp­hafi úr öðrum dæmi­gerðum spennuþátt­um sem segja frá morðrann­sókn í litl­um bæ. Staðsetn­ing þátt­anna, sem eiga að ger­ast í litl­um bæ á norður­slóðum, er sögð spýta lífi inn í klass­íska frá­sagn­ar­formið sem hef­ur verið end­ursagt svo oft.

Business Insider greinir frá þessu.

Frétt mbl.is: Borgaði sig að taka upp á Íslandi

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK