„Baby boomers“ á eftirlaunaaldur

Lífeyrissjóðirnir geta ekki að fullu ráðið við skuldbindngar að öllu …
Lífeyrissjóðirnir geta ekki að fullu ráðið við skuldbindngar að öllu óbreyttu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Um þessar mundir fara fram ársuppgjör lífeyrissjóða á Íslandi. Þeir eru stærstu leikendur á fjármagnsmörkuðum hér á landi og eiga hátt í helming íbúða- og ríkisbréfa og yfir þriðjung í fyrirtækjum í Kauphöll Íslands

Í markaðspunktum Greiningardeildar Arion banka kemur fram að staða íslenskra lífeyrissjóða sé á heildina litið nokkuð sterk. Hrein raunávöxtun þeirra hefur farið batnandi síðustu ár eftir að hafa verið innan við 1% á árunum 2007 og 2009, og neikvæð um 22% árið 2008.

Á árunum 2010-2011 var ávöxtunin komin yfir 2% og upp í 7,3% árið 2012. Á árinu 2014 er áætlað að raunávöxtunin hafi verið 7,2%. Slík ávöxtun myndi tvöfalda eignirnar á 10 árum. Samkvæmt lögum eru lífeyrissjóðir skyldaðir til að miða við 3,5% ávöxtunarkröfu við núvirðingu á framtíðarskuldbindingum. Meðal raunávöxtun síðastliðinna 13 ára er lítillega undir því, eða 3,2%.

Þrýstingur á hærri eftirlaunaaldur

Víða í hinum þróaða heimi standa ríki frammi fyrir mikilli áskorun nú þegar „baby boomer“ kynslóðin er að fara á eftirlaunaldur og vinnandi hendur þurfa að sjá fyrir mun fleirum en nokkurntíman áður. Á sama tíma hafa lífslíkur aukist, sem einnig þýðir óhagstæðari aldurssamsetningu og setur þrýsting á hærri eftirlaunaaldur. Ísland fer ekki varhluta af þessari þróun.

Nauðsynlegt er að gerðar séu ráðstafanir til að bregaðst við þróuninni sérstaklega þar sem tryggingafræðileg staða margra lífeyrissjóða er neikvæð, sem þýðir að þeir geti ekki að fullu staðið við skuldbindingar sínar að öllu óbreyttu. Staðan hér á landi er þó hagstæðari en víða annarsstaðar, m.a. vegna þess að hér er sjóðsöfnunarkerfi og frjósemi er hærri en víðast hvar í Evrópu svo aldurssamsetningin verður ekki eins óhagstæð á næstu áratugum og í flestum löndum ESB.

Flytjast fjárfestingar erlendis?

Í markaðspunktunum kemur þá fram að áhugavert verði að fylgjast með hvort lífeyrissjóðirnir fái að flytja hlut eigna sinna erlendis þegar kemur til losunar fjármagnshafta. Ef það gerist ekki verður sífellt erfiðara fyrir lífeyrissjóði að finna fjárfestingarþörf sinni farveg, sem er áætluð um 110-120 milljarðar í heild um þessar mundir. Það eykur þrýsting á íslenskum mörkuðum og dregur frekar úr áhættudreifingu.

Lífeyrissjóðirnir eru fyrirferðarmiklir á íslenskum hlutabréfamarkaði.
Lífeyrissjóðirnir eru fyrirferðarmiklir á íslenskum hlutabréfamarkaði. mbl.is/Kristinn
Áhugavert verður að sjá hvort lífeyrissjóðirnir flytji hluta eigna sinna …
Áhugavert verður að sjá hvort lífeyrissjóðirnir flytji hluta eigna sinna erlendis.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka