Kröfurnar námu hálfum milljarði

Víkurverk selur hjólhýsi og tjaldvagna.
Víkurverk selur hjólhýsi og tjaldvagna. Rax / Ragnar Axelsson

Rúmum 523 milljónum króna var lýst í þrotabú félagsins LB09 ehf., sem áður hét Víkurverk, en skiptum var lokið hinn 17. mars sl.

Alls fékkst greitt upp í 39,4 prósent veðkrafna, eða alls 190 milljónir króna en 15,59% almennra krafa fengust greiddar, eða alls 51 milljón króna. Forgangskröfur fengust að fullu greiddar en þær námu 243 þúsund krónum.

Félagið var úrskurðað gjaldþrota hinn 17. mars 2010 og hafa skiptin því tekið fimm ár.

Tók út 26 milljónir fyrir gjaldþrotið

Víkurverk selur m.a. tjaldvagna, húsbýía og fellihýsi og leigir tækin út. 

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins var á árinu 2013 dæmdur í Hæstarétti til að endurgreiða fé sem hann tók út úr félaginu fyrir þrotið. Greiðslan nam tæpum 26 milljónum króna en fjármunirnir voru millifærðir í fjórum færslum af reikningum Víkurverks til framkvæmdastjórans í ágúst og október 2009.

Þegar fyrri tvær greiðslurnar voru inntar af hendi voru skuldir Víkurverks við Landsbankann komnar í vanskil en þegar síðari greiðslurnar tvær voru inntar af hendi hafði verið árangurslaus kyrrsetningargerð hjá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK