Blár Ópal á 5.000 krónur

Blár Ópal er til sölu. Pakkinn kostar 5 þúsund krónur.
Blár Ópal er til sölu. Pakkinn kostar 5 þúsund krónur. Mynd af Facebooksíðu Brask og brall

Safnarar hafa hugsað sér gott til glóðarinnar eftir að pakki af bláum Ópal var boðinn til sölu á Facebook fyrir 10 þúsund krónur í vikunni.

Nú eru átta óopnaðir pakkar af Ópal til viðbótar til sölu í Facebook-hópnum Brask og brall. Upphafsboðið er hvorki meira né minna en 15 þúsund krónur fyrir fjóra pakka en hægt er að bjóða fimm þúsund krónur í stakan pakka.

Innihaldið er þó löngu útrunnið en annað fjögurra pakka settið rann úr þann 17. október 2006 en hitt þann 9. júní sama ár.

Framleiðslu á bláum Ópal var hætt í september árið 2005 en nammið á sér þó enn dyggan aðdáendahóp. Líkt og mbl greindi fá á sínum tíma var framleiðslunni hætt þar sem hætt var að framleiða mikilvægasta bragðefnið. Þrátt fyr­ir ít­ar­lega eft­ir­grennsl­an og rann­sókn­ir sæl­gæt­is­meist­ara Nóa Síríus fannst hliðstætt efni ekki hjá öðrum fram­leiðend­um.

Blár Ópal hafði þá verið fram­leidd­ur með sömu aðferðum í rúma hálfa öld og sagði markaðsstjóri Nóa Síríus að óviðeig­andi væri að bjóða slíka vöru með al­veg nýju bragði.

Frétt mbl.is: Blár ópal ekki lengur til

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK