Bréf Icelandair taka kipp eftir tilkynningu

Icelandair
Icelandair Sigurður Bogi Sævarsson

Mikil viðskipti hafa verið með bréf Icelandair Group í Kauphöllinni í morgun og nemur veltan alls 307 milljónum króna. Bréfin hafa þegar hækkað um 2 prósent í verði. Félagið sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem fram kemur að afkoman á fyrsta ársfjórðungi verði að líkum betri en ráðgert var í upphafi árs, aðallega vegna hærri tekna og betri nýtingar. 

Gert er ráð fyrir að EBITDA verði neikvæð um USD 2-4 milljónir. Sætanýting í millilandaflugi var 4,9 prósentustigum hærri en á sama tímabili á síðasta ári og herbergjanýting hótela var 7,8 prósentustigum hærri. Á móti kemur að þróun EUR/USD hefur verið óhagstæðari en gert var ráð fyrir.

Góðar horfur fyrir árið

Horfur fyrir árið í heild eru góðar og bókanir fyrir stærstu mánuði ársins líta vel út. Í afkomuspá fyrir árið í heild gerir félagið nú ráð fyrir að EUR/USD krossinn verði að meðaltali 1,07 á síðustu 9 mánuðum ársins en í afkomuspá sem birt var í byrjun febrúar var gert ráð fyrir að krossinn væri 1,15.

Styrking USD gagnvart Evrópumyntum hefur og mun hafa neikvæð áhrif á afkomu félagsins,
sérstaklega á háannatíma. Betri afkoma á fyrsta ársfjórðungi gerir það að verkum að afkomuspá félagsins fyrir árið í heild helst óbreytt, þrátt fyrir óhagstæða gengisþróun. Félagið gerir ráð fyrir að fyrir að EBITDA verði á bilinu 160-165 milljónir USD. Starfsemi félagsins er mjög háð ytri aðstæðum, svo sem sveiflum á gjaldmiðla- og eldsneytisverðum og óvissa á vinnumarkaði á Íslandi getur haft veruleg áhrif á afkomuna.

Árshlutareikningur félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung 2015 verður birtur 29. apríl n.k.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK