Deutsche Bank herðir sultarólina

Deutsche Bank
Deutsche Bank AFP

Stærsti banki Þýskalands, Deutsche Bank, kynnti í morgun nýjar aðgerðir sem miða að því að draga úr rekstrarkostnaði bankans um 3,5 milljarða evra fyrir 2020.

Hagnaður Deutsche Bank nam 559 milljónum evra á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er töluvert minna en á sama tíma í fyrra. Tekjur bankans jukust hinsvegar á milli ára.

Meðal aðgerða sem gripið verður til í hagræðingarskyni er að loka um 200 útibúum og eins verður landfræðileg staða bankans endurhugsuð. Það er í hvaða löndum bankinn mun starfa áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK