Foss hagnaðist um 94,1 milljón

Fasteignafélagið Foss á hús Orkuveitunnar.
Fasteignafélagið Foss á hús Orkuveitunnar. Styrmir Kári

Hagnaður Fasteignafélagsins Foss jókst um tæp 800 prósent milli ára og nam 94,1 milljón króna árið 2014 samanborið við 10,7 milljónir árið 2013. Þá jukust leigutekjur félagsins umtalsvert og námu 208 milljónum króna samanborið við 56 milljónir króna á fyrra ári.

Starfsemi félagsins hófst í nóvember 2013 þegar félagið keypti hús Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1. Eignin er metin á 5,2 milljarða í ársreikningi félagsins samanborið við 5,1 milljarða árið 2013.

Húsaleigutekjur á árinu 2014 námu alls 208 milljónum króna. 

Straumur fjárfestingabanki sér um daglegan rekstur félagsins en Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er stærsti hluthafinn með tæpan 20% hlut. Festa lífeyrissjóður á þá 17,5% hlut en Straumur fjárfestingabanki 16,5%.

Ekki var gerð tillaga um arðgreiðslur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK