Afleit afkoma vegna veðursins

Tryggingamiðstöðin
Tryggingamiðstöðin Eggert Jóhannesson

„Hagnaður félagsins dregst verulega saman milli ára og skýrist það fyrst og fremst af mikilli hækkun á tjónakostnaði. Veturinn hefur verið einstaklega tjónaþungur, aðallega vegna tíðra óveðra. Fjárfestingatekjur voru á hinn bóginn vel umfram væntingar og vega að einhverju leyti upp tapið af vátryggingastarfseminni.“

Þetta er haft eftir Sigurði Viðarssyni, forstjóra TM, í afkomutilkynningu félagsins. Hagnaðurinn á fyrsta ársfjórðungi nam 72 milljónum króna samanborið við 700 milljónir á sama tíma í fyrra.

Óveðurstjónum fjölgaði úr 2 í 300

Rúmlega 500 milljón króna tap af vátryggingastarfssemi er meðal annars sagt skýrast af af mikilli aukningu í fjölda eigna- og ökutækjatjóna þar sem slæmt tíðarfar skiptir mestu. Fjórðungurinn hefur verið bæði illviðra- og úrkomusamur með þeim afleiðingum að margföldun hefur orðið í fjölda mála tengdum erfiðum akstursskilyrðum, foki og óveðri. „Því til stuðnings má nefna að tjón af völdum foks og óveðurs voru tæplega 300 á fyrsta fjórðungi ársins 2015 en aðeins 2 á sama tíma í fyrra. Afkoma ábyrgðar- og slysatrygginga var einnig neikvæð og undir væntingum. Aðeins tveir greinaflokkar vátrygginga, sjó- og líftryggingar, skila hagnaði. “

„Í ljósi afleitrar afkomu af vátryggingastarfsemi á fjórðungnum er ekki útlit fyrir að markmið um 95% samsett hlutfall í lok árs náist. Góður hagnaður af fjárfestingum á tímabilinu gerir það hins vegar að verkum að ekki er útilokað að áætlun félagins um 2,2 milljarða hagnað standist, einkum ef tjónaþungi verður í takt við væntingar það sem eftir lifir árs. Áætlun félagsins verður því ekki uppfærð að svo stöddu. “

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK