Heiðar Már kaupir í Vodafone

Heiðar Már Guðjónsson.
Heiðar Már Guðjónsson. mbl.is/RAX

Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir og stjórnarformaður Fjarskipta hf., móðurfélags Vodafone á Íslandi, keypti í gær 450 þúsund hluti í félaginu á genginu 38,85, eða alls fyrir um 17,5 milljónir króna. Kaupin voru gerð í gegnum einkahlutafélag hans Ursus ehf.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Fyrir átti hann tæplega 19,3 milljónir hluta og var þá sjötti stærsti hluthafi Fjarskipta. Eftir viðskiptin er hlutur hans hins vegar stærri en hlutur sjóðsins Júpíters, og er því nú fimmti stærsti hluthafi félagsins

Markaðsvirði hlutar Heiðars Más nemur í dag um 766 milljónum króna.

Fjórir stærstu hluthafarnir eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi - lífeyrissjóður, MP banki og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

Fyrsti árshlutareikningur Fjarskipta hf. árið 2015 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi hinn 29. apríl 2015. Hagnaður tímabilsins nam 236 milljónum króna, sem er 75% aukning frá fyrsta ársfjórðungi 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK