Ýktur ótti við afnám hafta

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands Árni Sæberg

Í nýjustu Markaðspunktum Greiningardeildar Arion banka er spurt hvort varkárni Seðlabankans og stjórnvalda við losun hafta hafi verið meiri en góðu hófi gegnir. „Við teljum að óttinn almennt við afnám hafta sé að nokkru leyti ýkt.“

Í fyrsta lagi er bent á að staða Íslands sé sífellt að batna og að útlit sé fyrir að þróun efnahagsstærða verði áfram hagstæð fyrir losun hafta á næstu misserum.

Það sé að því gefnu að ekki verði veruleg ytri áföll eins og mikil hækkun olíuverðs eða lækkun verðs sjávarafurða og að við fáum ekki skell frá vinnumarkaði með launahækkanir langt umfram vöxt framleiðni.

Gætu séð Ísland sem góðan kost

Í öðru lagi eru hagvaxtarhorfur hér betri en í flestum viðskiptalöndum okkar. Þar að auki hefur ávöxtun á fjármagnsmörkuðum í Evrópu og víðar í hinum þróaða heimi verið afar lítil og eru raunstýrivextir víða mjög lágir og jafnvel undir 0% sem þýðir að markaðsaðilum er borgað fyrir að taka lán, en ekki öfugt. Á meðan eru raunstýrivextir hér á landi eru talsvert háir, eða 3,7%.

Ef erlendir fjárfestar sjá Ísland sem fýsilegan kost af þessum sökum gæti því orðið nokkuð innflæði fjármagns við losun hafta auk þess sem þeir sem sitja eftir með krónueignir munu ekki sjá ástæðu til að flýta sér út, sérstaklega ef styrkingar þrýstingur verður á krónuna við afnám vegna hugsanlegs innflæðis.

Tilefni til bjartsýni

Þá bendir Greiningardeildin á að krónan gæti átt inni nokkra styrkingu vegna undirliggjandi þátta, sem gæti ýtt enn frekar undir fjármagnsinnflæði. Loks gæti verið að reynsla Malasíu, af litlum breytingum á markaði við losun hafta í lok 10. áratugarins, gefi tilefni til bjartsýni og ástæðu til að losa höft eins fljótt og auðið er. „Sérstaklega þar sem það virðist sem lengri tíma áhrif af höftunum sjálfum á fjárfestingu og á eignamarkaði hafi verið neikvæð, ekki losun þeirra.“

Arion banki
Arion banki
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK