Bonefide lögmenn til Vestmannaeyja

Vestmannaeyjar
Vestmannaeyjar mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Bonafide lögmenn munu opna nýja starfsstöð í Vestmannaeyjum þann 8.maí n.k. Lögmannsstofan mun hafa aðsetur að Vesturvegi 10, en hún er fyrir á Klapparstíg 25-27 í Reykjavík. Stofnendur stofunnar, Lúðvík Bergvinsson og Sigurvin Ólafsson, eru báðir Vestmannaeyingar. 

„Við erum hæstánægð með að vera loksins að opna í Vestmannaeyjum, og hlökkum við Sigurvin mikið til að starfa á ný í okkar heimabæ. Með opnuninni í Eyjum skapast einnig ný staða fyrir háskólamenntaðan mann í sveitarfélaginu, sem okkur þykir einnig jákvæð viðbót,“ er haft eftir Lúðvík Bergvinssyni, eiganda, í tilkynningu.

Við stofuna mun starfa einn staðbundinn starfsmaður, Aníta Óðinsdóttir, en allir starfsmenn stofunnar í Reykjavík koma einnig að störfum þar. Aníta útskrifaðist með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2013. Hún er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum, og hefur frá útskrift starfað hjá Sýslumanninum í Kópavogi og Vestmannaeyjum, við almenn störf á lögfræðisviði.

Starfsfólk Bonafide sinnir málaflokkum á öllum sviðum lögfræðinnar fyrir einstaklinga, fyrirtæki, opinberar stofnanir, sveitarfélög og erlenda aðila.

Í tilkynningu segir að opnunin í Vestmannaeyjum komi í kjölfar aukinnar eflingar stofunnar. „Má þar meðal annars nefna að um áramótin síðustu bættist Elín Hrefna Ólafsdóttir lögmaður í eigendahóp stofunnar. Elín er 26 ára gömul og útskrifaðist með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2013 og hlaut lögmannsréttindi sín sama ár.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK