Kínverjar elska Chanel

Kjólar sem Karl Lagerfeld hannaði fyrir Chanel á sýningu í …
Kjólar sem Karl Lagerfeld hannaði fyrir Chanel á sýningu í Þýskalandi. AFP

Hvað lúxusvörur varðar stendur Chanel á toppnum í Kína. Auðugir Kíverjar segjast kaupa mest af Chanel, þekkja merkið best og velja það helst til gjafakaupa. Í sætunum þar á eftir koma Dior, Hermes, Gucci og Lois Vuitton.  

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem unnin var á vegum fyrirtækisins Bomoda Goup, sem sérhæfir sig í rannsóknum á kauphegðun kínverskra neytenda.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að um 41 prósent auðugra Kínverja keyptu sér Chanel vöru á síðasta ári. Tískuhúsið ber þannig höfuð og herðar yfir helsta keppinaut sinn- Dior - sem var einungis með 32 prósent markaðshlutdeild.

En hvað skýrir þessa yfirburði? Í grein CNN Money er haft eftir Brian Buchwald, sem stóð að rannsókninni, að Chanel hefði lagt gríðarlega áherslu á markaðsstarf í Kína og lagt mikla áherslu á samfélagsmiðla og fræga fólkið þar í landi. Það hefði augljóslega skilað sér.

Lúxusvörur geta átt greiðan aðgang að kínverska markaðnum þar sem neytendur þar í landi virðast tilbúnir til þess að eyða stærri hluta tekna sína í slíkan varning. Hins vegar telst markaðurinn einnig erfiður að því leyti að eftirlíkingar eru afar algengar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK