Verðtryggt lán metið sanngjarnt

mbl.is/Brynjar

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að heimilt hafi verið að taka fjarnám í eignarhluta Gunnars Engilbertssonar í fasteign við Lækjargötu í Reykjavík vegna verðtryggðs láns í Glitni banka sem tekið var árið 2007. Lánið var síðar tekið yfir af Íslandsbanka. Fleiri slík mál eru rekin fyrir dómstólum.

Málið snerist einkum um lögmæti þess að miða greiðsluáætlun við 0% verðbólgu þegar lánið var tekið og lántökukostnað lántaka. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu, eftir að fengið hafði verið ráðgefandi álit frá EFTA-dómstólnum, að ekki hafi komið fram vanræksla bankans á því að veita lántaka fullnægjandi greiðsluáætlun hafi haft slíkar afleiðingar fyrir hagsmuni hans að það gæti leitt til ógildis verðbótaákvæðis lánssamningsins. Þá hafi lántakanda ekki dulist að lánið hafi verið verðtryggt og bundið við vísitölu neysluverðs.

Þá liti héraðsdómur til þess að „jafnvel þótt fullnægjandi greiðsluáætlun hefði verið sett fram af hálfu varnaraðila hefði slík áætlun engu breytt um það að varnaraðila hefði allt að einu verið heimilt að krefja sóknaraðila um fullar verðbætur við þær aðstæður að vísitala hefði tekið breytingum umfram áætlunina. Þá hefur áður verið komist að þeirri niðurstöðu að téðir skilmálar gátu ekki talist efnislega ósanngjarnir í skilningi laga. Jafnframt er ekkert komið fram um að þeir hafi verið óeðlilegir með hliðsjón af þeim kjörum sem almennt tíðkuðust á lánamarkaði.“

EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að verðtryggð lán væru ekki bönnuð samkvæmt löggjöf Evrópusambandsins en það væri dómstóla í hverju landi að meta hvort skilmálar lána væru sanngjarnir og samrýmdust lögum.

Leiðrétting: Fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar að umrætt dómsmál væri á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna. Það er ekki rétt og er það hér með leiðrétt.

Dómur Hæstaréttar í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK