Geta ekki greitt af láninu

Frosætisráðherra Grikklands Alexis Tsipras
Frosætisráðherra Grikklands Alexis Tsipras AFP

Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, varar erlend stjórnvöld við því að Grikkir muni ekki geta greitt afborgun af láni sínu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þessum mánuði. Grikkir eiga að greiða 750 milljónir evra af láninu.

Fyrir tæpri viku viðurkenndu stjórnvöld í Grikklandi að þau hefðu gripið til þess að taka fé úr neyðarsjóðum til þess að greiða af láninu og koma þar í veg fyrir að ríkinu verði gert að yfirgefa evrusamstarfið vegna fjárskorts.

Tsipras ritaði þann 8. maí bréf til framkvæmdastjórnar ESB, AGS og Seðlabanka Evrópu og varaði við því að Grikkir gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar fyrir 12. maí nema lánardrottnar samþykktu að greiða þeim út lokagreiðslu björgunarpakkans, 7,2 milljarða evra. Þetta kemur fram í gríska dagblaðinu Kathimerini í dag.

Í fréttinni kemur einnig fram að Tsipras hafi haft samband við fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Jack Lew. Í frétt Kathimerini segir að lánardrottnar Grikklands taki hótanir Tsipras ekki alvarlega og telja að um enn eina blekkinguna sé að ræða af hálfu grískra yfirvalda.

Til þess að greiða síðustu afborgun tóku grísk stjórnvöld 660 milljónir úr sérstökum sjóði sem er í umsjón AGS og það sem upp á vantaði tókst að safna saman frá fyrirtækjum og stofnunum í eigu ríkisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK