Hlín Blómahús opnar á ný „í kofanum“

Hjónin Hlín Sveinsdóttir og Sigþór Þórarinsson eru eigendur og rekstraraðilar …
Hjónin Hlín Sveinsdóttir og Sigþór Þórarinsson eru eigendur og rekstraraðilar að Hlín Blómahúsi. Ljósmynd/Raggi Óla

Hlín Blómahús er komið heim í „kofann“ svokallaða við Háholt í Mosfellsbæ. Búðin flutti tímabundið í verslunarkjarna en er nú aftur kominn á sinn stað.

Hjónin Hlín Sveinsdóttir og Sigþór Þórarinsson eru eigendur og rekstraraðilar að Hlín Blómahúsi sem starfrækt hefur verið frá árinu 1993. 

„Við opnuðum fyrst hér í kofanum 1993 og vorum með verslunina hér til ársins 2006 en þá fluttum við í Krónuhúsið. Við rákum verslunina þar í þrjú ár, þegar við lokuðum þar fórum við heim með reksturinn þar til við opnuðum í Kjarnanum 2014. Það var svo núna í mars sem við fluttum reksturinn aftur hingað í kofann eins og ég kalla hann alltaf,“ segir Hlín í viðtali við bæjarblaðið Mosfelling.

„Okkur líður eins og við séum komin heim og höfum fengið yndisleg viðbrögð frá okkar viðskiptavinum. Allir sem koma hérna inn eru jafn hamingjusamir og við með að verslunin sé komin aftur hingað.“

Vilja bara vera í Mosfellsbæ

„Við verðum með samskonar vöruval og við höfum verið með, þ.e. blóm, blómapotta, kerti og fleira. Verslunin er mjög árstíðarbundin eins og hún hefur alltaf verið en við náum í allan efnivið úr náttúrunni eins og við mögulega getum,“ segir Sigþór í viðtalinu við Mosfelling.

„Við eigum stóran viðskiptamannahóp sem hefur fylgt okkur lengi, við höfum alltaf viljað vera með okkar rekstur í Mosó. Okkur hefur oft boðist húsnæði í Reykjavík en við erum Mosfellingar og viljum vera hér og þjóna Mosfellingum sem og öðrum af metnaði og gleði,“ segja þau hjón við Mosfelling.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK