„Væri með verri dílum Íslandssögunnar“

Skúli Mogensen.
Skúli Mogensen. mbl.is/RAX

„Sagan endurtekur sig nema núna erum við að kasta einni helstu náttúruperlu okkar, Hvalfirðinum, fyrir borð fyrir eitt stykki stóriðju. Það væri sennilega með verri dílum Íslandssögunnar.“

Þetta segir Skúli Mogensen, fjárfestir og forstjóri WOW Air, í pistli á Kjarnanum og á við áform bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials um að reisa sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Hann dregur trúverðugleika fyrirtækisins í efa og biður fólk um að staldra við og kanna fyrri verkefni þess.

„Staðreyndin er sú að Silicor Materials sem áður hét Calisolar hefur áður verið með miklar yfirlýsingar um stór áform sem síðan ekkert hefur orðið úr. Í Mississippi fylki átti að skapa hundruði starfa og fjárfesta fyrir tugi milljarða en ekkert varð úr því frekar en í Ohio fylki þar sem Silicor Materials sem hét þá Calisolar hafði farið af stað með svipuð loforð skömmu áður. Í báðum tilfellum voru þarlend yfirvöld búin að eyða miklum tíma og fjármunum í að undirbúa samstarfið enda í góðri trú um að í vændum væri mikil fjárfesting og atvinnuuppbygging.

Erum við Íslendingar núna þriðji aðilinn á fáum árum sem látum draga okkur á asnaeyrum?“ spyr Skúli í pistlinum.

Loftmynd af Grundartanga þar sem væntanlegt athafnasvæði Silicor er afmarkað.
Loftmynd af Grundartanga þar sem væntanlegt athafnasvæði Silicor er afmarkað.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka