Mentor í 1.000 skólum erlendis

Vilborg segir verið að skoða möguleika Mentor á nýjum mörkuðum.
Vilborg segir verið að skoða möguleika Mentor á nýjum mörkuðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mentor sem er með höfuðstöðvar á Íslandi og starfsemi í Svíþjóð, Þýskalandi, Sviss og Bretlandi, verður komið með kerfi sitt í yfir 1.000 skóla erlendis í lok árs auk þeirra tæplega 170 skóla sem nota kerfið á Íslandi.

Fyrir skömmu var kerfið frá Mentor valið í útboði fyrir alla skóla í Basel í Sviss og lítur Vilborg Einardóttir, framkvæmdastjóri Mentor-samstæðunnar, á það sem mikla viðurkenningu. „Við erum búin að vera síðustu fjögur árin að þróa nýja kynslóð af kerfinu sem er að koma út núna. Þetta hefur verið mikil fjárfesting en á að skila sér í stórum og spennandi verkefnum.“

Auk landanna fimm þar sem kerfið er þegar komið í notkun er verið að taka fyrstu skrefin á ítalska markaðnum en þar er verið að vinna að því að setja kerfið upp í nokkrum skólum. Í samtali í ViðskiptaMogganum í dag segir Vilborg mikil tækifæri fyrir hendi því tæknin sé sífellt að koma sterkar inn í starfsemi skóla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK