Bankasýslan stendur við fullyrðingar

Bankasýsla ríkisins stendur við það sem fram kemur í umsögn stofnunarinnar um afskipti ráðuneytisstjóra. 

Í nýbirtri yfirlýsingu á heimasíðu bankasýslunnar kemur fram að stofnunin standi við fullyrðingar Jóns Gunn­ars Jóns­sonar, for­stjóra Banka­sýslu rík­is­ins, um að Guðmund­ur Árna­son ráðuneyt­is­stjóri í fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu hafi með sím­töl­um við sig, dag­ana 30. júní og 2. júlí 2014, reynt að hlutast til um skip­an stjórn­ar­for­manns fjár­mála­fyr­ir­tæk­is sem ríkið á eign­ar­hlut í og einnig reynt að fá stjórn­ar­fundi í sama fyr­ir­tæki frestað.

Frétt mbl.is: Hafnar ásökunum um óeðlileg afskipti ráðuneytisstjóra

Í yfirlýsingunni segir að umfjöllun málið hafi verið sett fram í tilefni af framkomnu frumvarpi fjármála- og efnahagsráðuneytis þar sem lagt er upp með að komið verði á fót umsýslueiningu félaga í eigu ríkisins innan ráðuneytisins.

Viðurkennt er í frumvarpinu að slíku fyrirkomulagi geti fylgt hagsmunaárekstrar milli eigandahlutverks og stefnumótunarhlutverks ráðuneytisins.

Til að bregðast við þeim hagsmunaárekstrum segir í athugasemdum með lagafrumvarpinu um umsýslueininguna að hlutverk „slíkrar einingar yrði skýrlega aðgreint frá öðrum hlutverkum ráðuneytisins sem beinast að fjármálafyrirtækjum almennt og með því móti dregið úr mögulegum hagsmunaárekstrum vegna ólíkra hlutverka“.

Hætta á íhlutun

„Það er í þessu samhengi sem Bankasýsla ríkisins vekur máls á afskiptum ráðuneytisstjórans, enda gefa áðurnefnd afskipti hans til kynna að hætta leiki á því að hann kunni að hlutast til um starfsemi fjármálafyrirtækja með fyrirmælum til undirmanna sinna innan ráðuneytisins verði frumvarpið að lögum,“ segir þar.

„Slíkt gengur gegn þeim grunnröksemdum sem búa að baki núverandi fyrirkomulagi eignaumsýslu, sem eru að ríkið skuli „vera trúverðugur eigandi fjármálafyrirtækja og hlutverk þess hafið yfir vafa um pólitísk afskipti af daglegum ákvörðunum fyrirtækjanna“, sbr. athugasemdir með frumvarpi því er varð að lögum nr. 88/2009.“

Frétt mbl.is: Óeðlileg afskipti ráðuneytis

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK