Apple stofnar iTunes streymisveitu

Apple hefur fundið fyrir samkeppni frá streymisveitunum.
Apple hefur fundið fyrir samkeppni frá streymisveitunum. AFP

Tæknirisinn Apple undirbýr stofnun nýrrar streymisveitu á borð við Spotify. Sökum gríðarlega sterkrar markaðsstöðu Apple á tónlistarmarkaðnum vegna áralangrar reynslu af iTunes telja sérfræðingar að fyrirtækið geti auðveldlega bolað smærri samkeppnisaðilum af markaðnum.

Í frétt Wall Street Journal segir að búist sé við að tilkynnt verði um þetta á ráðstefnu í næstu viku. Þá er talið að þetta skref Apple geti fært streymisfyrirkomulagið til almennings þar sem hundruð milljónir manna eru nú þegar iTunes viðskiptavinir með kreditkortin skráð hjá fyrirtækinu.

Apple hyggst rukka viðskiptavini um 10 dollara á mánuði, eða um 1.350 íslenskar krónur, fyrir þjónustuna. 

Talið er að það verði ekki hægt að nálgast jafn mikið af ókeypis tónlist gegn því að hlusta á nokkrar auglýsingar, líkt og hjá Spotify. Heimildir herma að einungis örfá lög verði í boði tækirisans.

Í frétt WSJ kemur fram að meðalviðskiptamaðurinn á iTunes eyði um 30 dollurum í tónlist á hverju ári. Ef Apple nær hins vegar að snúa flestum þeirra í streymisþjónustuna er upphæðin strax komin upp í 120 dollara á haus. 

Ekki eru þó allir sáttir með þessar fréttir þar sem tónlistarmenn hafa kvartað yfir því að fá lágar þóknanir fyrir spilanir hjá streymisþjónustum.

AFP
Talið er að ekki verði jafn mikið af ókeypis tónlist …
Talið er að ekki verði jafn mikið af ókeypis tónlist í boði líkt og hjá Spotify. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK