WOW skoðar flug til Long Island

Empire State á Manhattan.
Empire State á Manhattan. AFP

Forsvarsmenn WOW air leita nýrra áfangastaða og einn af þeim flugvöllum sem fyrirtækið er í viðræðum við er í Long Island í New York fylki.

Í frétt Túrista er bent á að áætlunarflug WOW air til Bandaríkjanna hófst í mars en félagið býður nú upp á ferðir allt árið um kring til Boston og Washington.

Áður hafði staðið til að New York yrði annar af tveimur fyrstu áfangastöðum félagsins vestanhafs en samkvæmt heimildum Túrista fékk íslenska flugfélagið hins vegar ekki þá afgreiðslutíma sem óskað var eftir á Newark flugvelli sem liggur skammt frá New York.

Flugvellir í nágrenni við stórborgina eru víst þéttsetnir og erfitt fyrir nýja aðila að komast þar að.

Á fréttavefnum Long Island Business News var greint frá því að viðræður væru í gangi milli WOW og stjórnenda Long Island MacArthur flugvallarins. Í samtali við Túrista staðfestir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, að flugvöllurinn sé einn af mörgum sem félagið er að skoða. 

Í samtali við Long Island Business News segist Angie Carpenter, bæjarstjóri Islip, þar sem flugvöllurinn er, vera spennt fyrir verkefninu þar sem hugsanleg koma WOW air gæti skapað mörg ný tækifæri.

Long Island MacArthur flugvöllur er í rúmlega 80 kílómetra fjarlægð frá Manhattan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK