„Sæmilega sátt“

Ný stjórn Advania: Thomas Ivarson, Bengt Engström og Birgitta Stymne …
Ný stjórn Advania: Thomas Ivarson, Bengt Engström og Birgitta Stymne Göransson. mynd/Advania

Ný stjórn var kjörin og stjórnarmönnum fækkað úr fimm í þrjá á aðalfundi Advania, sem haldinn var fimmtudaginn 25. júní síðastliðinn. Ársreikningur félagsins var einnig samþykktur.

Nýir stjórnarmenn eru: Thomas Ivarson, Bengt Engström og Birgitta Stymne Göransson. 

Í ársreikningi Advania kemur fram að rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam um rúmum 1,9 milljarði króna og hækkaði um 31,4% frá fyrra ári.

Kostnaður lækkaði um fimm prósent á milli ára og framlegðarhlutfall hækkar út 6,5% í 8,9% milli ára. Af reglulegri starfsemi var 71 milljóna króna hagnaður. Að teknu tilliti til afkomu af aflagðri starfsemi og þýðingarmunar vegna eignarhluta í erlendum dótturfélögum, þ.e. gengisþróunar, er tap á rekstri samstæðunnar hins vegar 446 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall er nú 19,6% samanborið við 9,3% í árslok 2013.

Á réttri leið

„Við erum sæmilega sátt við uppgjörið sem sýnir að við erum á réttri leið,“ er haft eftir Gesti G. Gestssyni, forstjóra Advania, í tilkynningu. „Eigið fé félagsins styrktist verulega með hlutafjáraukningu og innkomu nýrra eigenda á síðasta ári. Vaxtakostnaður er þrátt fyrir það enn of hár. Verkefnið framundan er því áframhaldandi styrking á rekstrinum, hækkun eiginfjár og lækkun á vaxtaberandi skuldum,“ er haft eftir Gesti.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK