Erlendur fjárfestir bjargaði Dolla

Adolf Ingi Erlendsson
Adolf Ingi Erlendsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Erlendur fjárfestir kom útvarpsstöðinni Radio Iceland til bjargar á síðustu stundu í gærkvöldi en líkt og mbl greindi frá í gær stóð til að hætta útsendingum á miðnætti sökum fjárskorts. 

Útvarpsstöðin er í eigu fréttamannsins Adolfs Inga Erlendssonar og hefur verið í loft­inu í um fjóra og hálf­an mánuð. Adolf vill ekki gefa upp hver umræddur fjárfestir er né heldur hvernig hann hafi komið að málinu.

Munaði ekki miklu

Aðspurður hversu langt fjármagnið gæti fleytt stöðinni segist hann vona að stöðin gæti bráðum farið að standa undir sér. „Þegar við skoðuðum þetta í gær kom í ljós að það munaði ekki miklu og með þessari aðkomu ætlum við að minnsta kosti að halda áfram í bili,“ segir hann og bætir við að framhaldið muni einnig ráðast af því hvernig auglýsingasala gengur

Enginn fjárfestir kom að stöðinni í upphafi heldur var það bara Adolf sem kom henni á laggirnar. „Það hefði verið mikil synd að loka þessu því að stöðin hefur að mörgu leyti gengið ágætlega og við höfum fengið góðar undirtektir,“ segir Adolf. „Það er kannski ekki hægt að ætlast til þess að svona fyrirtæki nái að standa undir sér á fyrstu mánuðum.“

Íslensk tónlist í tísku

Allt efni á Radio Iceland er á ensku þar sem áhersla er lögð á að ná til ferðamenna og annarra á landinu sem tala ekki íslensku. Íslensk tónlist er eingöngu spiluð á stöðinni og Adolf segir það hafa reynst vel þar sem hún „sé í tísku“ um allan heim um þessar mundir. Af þeim sökum fær stöðin mikla erlenda hlustun í gegnum netið. Adolf segir að tónlistin sé vel kynnt og að það virðist falla vel í kramið hjá hlustendum.

Frétt mbl.is: Radio Iceland lagt niður

YEEEEEEESSSS. You heard riiight. We are OOOOOOONN for at least another month. Literally saved by the bell. Wooooohooooo

Posted by Radio Iceland on Tuesday, June 30, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK