Reiðuféð að klárast úr hraðbönkum

Röð við hraðbanka í Grikklandi
Röð við hraðbanka í Grikklandi AFP

Grískir bankar verða áfram lokaðir í dag og mögulega þarf að minnka úttektarheimild í hraðbönkum enn frekar. Grikkir hafa einungis mátt taka út 60 evrur eða um 8.800 íslenskar krónur á dag á síðustu dögum. 

Til stóð að hafa bankana lokaði þar til eftir að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar væru ljós en líkt og fram hefur komið höfnuðu Grikkir í gær samn­ingn­um við lán­ar­drottna lands­ins.

Á föstudag skrifaði viðskiptaritstjóri TelegraphAmbrose Evans-Pritchard, að þeim væri einungis að dreyma, sem héldu að grískir bankar myndu opna aftur á þriðjudag. Þá sagði formaður samtaka fjármálafyrirtækja í Grikklandi að reiðuféð myndi einfaldlega klárast úr hraðbönkum á næstu dögum ef þeir Grikkir fengju ekki lánagreiðslu. Á föstudaginn var greint frá því að einungis 500 milljónir evra væru eftir í hraðbönkunum.

Í frétt Business Insider segir að langar biðraðir séu við alla hraðbanka og að almenningur hafi miklar áhyggjur þar sem eftirlaunaþegar sem óttast að hafa tapað ævisparnaðinum sjást m.a. gráta úti á götum.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK