Forstjóri Nintendo látinn 55 ára að aldri

Forstjóri japanska leikjatölvuframleiðandans Nintendo, Satoru Iwata, er látinn 55 ára að aldri. Banamein hans er krabbamein.

Iwata lést á laugardag en í fyrra greindi hann frá því að hann væri veikur og myndi ekki mæta á hluthafafund fyrirtækisins í júní. Ekki var upplýst um það á þeim tíma hvað amaði að en greinilegt var að hann hafði grennst mjög mikið.

Stutt er síðan fyrirtækið tilkynnti um breyttar áherslur í rekstri og að framleiðsla þess yrði útvíkkuð. Í stað þess að einbeita sér að framleiðslu á leikjatölvum þá yrði áhersla lögð á framleiðslu fyrir ört vaxandi leikjamarkað í snjallsímum.

Sérfræðingar á fjármálamarkaði vara við því að skyndilegt fráfall Iwata geti haft mikil áhrif áætlanir fyrirtækisins sem framleiðir meðal annars leiki eins og Super Mario, Donkey Kong og Pokemon. Fáir einstaklingar voru jafnvirtir og þekktir eins og Iwata þegar kom að leikjamarkaðnum. Hann átti heiðurinn að góðu gengi Wii leikjatölvunnar og tekjuaukningu fyrirtækisins áður en snjallsímamarkaðurinn fór að draga úr áhuga neytenda á leikjatölvum.

Satoru Iwata
Satoru Iwata AFP
Satoru Iwata,
Satoru Iwata, AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK