Skemmtiferðaskipin óplægður akur

Skemmtiferðaskipum hefur fjölgað ört hér á landi. Sala á vörum …
Skemmtiferðaskipum hefur fjölgað ört hér á landi. Sala á vörum hefur þó ekki fylgt þeirri þróun og má vera að það stafi af misskilningi útgerða varðandi aðstæður hér á landi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sala á neysluvörum til skemmtiferðaskipa er enn þá hálfpartinn óplægður akur fyrir íslensk fyrirtæki og gæti aukið sölu þeirra talsvert. Svo virðist vera sem landið sé hálf frumstætt í hugum margra erlendra útgerða skemmtiferðaskipa og flytja þau jafnvel vörur sérstaklega með flugi hingað til lands, þótt þær séu til í búðum og hjá birgjum. Nokkur íslensk fyrirtæki stofnuðu merkið Flavour of Iceland, en þar er unnið markvisst að því að kynna íslenskar vörur fyrir skipafélögum.

Fyrirtækin Ekran, Gára og TVG Zimsen stofnuðu upphaflega Flavour of Iceland merkið, en síðan þá hafa fleiri fyrirtæki bæst í hópinn og telur hann nú meðal annars MS, Vífilfell, Banana, Sölufélag garðyrkjumanna, Sæbjörgu og Kjarnafæði.

Lítil aukning þrátt fyrir mikla fjölgun skemmtiferðaskipa

Jón Ingi Einarsson, sölustjóri hjá Ekrunni, segir að undanfarin ár meðan koma skemmtiferðaskipa hingað til lands hafi fjölgað ört, þá hafi lítil aukning verið í sölu á íslenskum afurðum til skipanna. „Við höfum farið á þrjár sýningar erlendis og tvisvar verið með bás þar sem við kynntum Ísland og íslenskar vörur. Helstu áskoranirnar eru að telja þessu fólki trú um að það sé hægt að kaupa vörur á Íslandi,“ segir Jón og bætir við að margir Bandaríkjamenn virðist halda að hér á landi búi inúítar í snjóhúsum og að engir innviðir til flutninga séu í landinu. „Þau vita ekki að við erum með allt sem þau gæti mögulega vantað,“ segir Jón Ingi.

Mörg fyrirtækjanna hafa hingað til staðið sjálf í innflutningi á vörum með flugfrakt með tilheyrandi kostnaði meðan sama vara er til hjá innlendum birgjum. „Sum fyrirtæki panta 10-12 tonn af ávöxtum og grænmeti frá Evrópu hingað til lands og greiða háar upphæðir fyrir því þau einfaldlega gera sér ekki grein fyrir að allar þessar vörur fást hér og á samkeppnishæfu verði,“ segir Jón Ingi.

Seldu 2.500 lítra í einni pöntun

Með markaðsátaki félaganna hefur tekist að breyta þessu aðeins og bendir Jón Ingi á að nýlega hafi t.d. Vífilfell fengið pöntun frá skemmtiferðaskipi sem er á leið hingað til lands og hljóðaði upp á 2.500 lítra af íslenska bjórnum Thule. Félagið sem rekur skipið keypti nokkra kúta til prufu í síðasta mánuði og virðist bjórinn hafa fallið vel í kramið hjá gestunum um borð. Hreiðar Þór Jónsson, forstöðumaður markaðssviðs Vífilfells, segir þetta skipta miklu máli enda leiði aukin framleiðsla til aukinnar hagkvæmni og frekari vöruþróun fyrir íslenska neytendur. Þá skapi þetta gjaldeyri, en Hreiðar bendir á að stærstu skemmtiferðaskipin séu stærri en stærstu hótelin hér á landi.

Skemmtiferðaskipabransinn er þó ekki spretthlaup þar sem hægt er að ná stórum samningum á nokkrum vikum. „Þetta er að breytast hægt og rólega. Það sem maður gerir í dag gæti skilað sér eftir tvö ár því það er búið að plana innkaup hjá þessum skipum svo langt fram í tímann,“ segir Jón Ingi.

Hreiðar Þór Jónsson, forstöðumaður markaðssviðs Vífilfells.
Hreiðar Þór Jónsson, forstöðumaður markaðssviðs Vífilfells.
Vífilfell seldir í einni pöntun 2.500 lítra. Ef öll skip …
Vífilfell seldir í einni pöntun 2.500 lítra. Ef öll skip væru að kaupa vistir í þessu magni væri um talsverðar upphæðir að ræða.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK