Deildi 3,6 milljörðum með starfsfólki

Nevzat Aydin
Nevzat Aydin Mynd af Linkdin síðu Nevzat Aydin

„Ef það náðist einhver árangur, náðum við honum öll saman,“ segir forstjóri tyrknesks heimsendingafyrirtækis sem deildi 27 milljónum dollara, sem jafngildir um 3,6 milljörðum íslenskra króna, með 114 starfsmönnum þegar hann seldi fyrirtækið.

Í samtali við tyrkneska dagblaðið Hurriet segir Nevzat Aydin að starfsmennirnir hafi verðskuldað ágóða af sölunni.

Í maí seldi Aydin fyrirtækið Yemeksepeti, sem sér um heimsendingar á mat, til hins þýska Delivery Hero fyrir 589 milljónir dollara, eða um 79 milljarða íslenskra króna.

Í samtali við CNN Money segir talsmaður Delivery Hero að Aydin hafi verið búinn að ákveða fyrirkomulagið fyrir söluna. „Velgengni fyrirtækja á boð við Delivery Hero and Yemeksepeti er byggð á einstakri fyrirtækjamenningu þar sem frábært starfsfólk er ávallt tilbúið til að leggja aðeins aukalega á sig,“ er haft eftir Bodo von Braunmuehl.

Yemeksepeti heimsendir um þrjár milljónir máltíða í hverjum mánuði í Tyrklandi, Sameinuðu arabísku fyrstadæmunum, Sádí-Arabíu, Líbanon, Óman, Katar og í Jórdaníu.

Yemeksepeti heimsendir um þrjár milljónir máltíða í mánuði.
Yemeksepeti heimsendir um þrjár milljónir máltíða í mánuði. Skjáskot af heimasíðu Yemeksepeti
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK