2,3% hagvöxtur í Bandaríkjunum

Bandaríska hagkerfið virðist vera að taka við sér, ef marka …
Bandaríska hagkerfið virðist vera að taka við sér, ef marka má nýjar hagvaxtartölur. AFP

Svo virðist sem bandaríska hagkerfið sé að taka við sér en hagvöxtur mældist þar 2,3% á ársgrundvelli á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt nýjum opinberum tölum.

Alls stækkaði bandaríska hagkerfið um 0,6% á ársfjórðunginum. Til samanburðar stækkað hagkerfið í Bretlandi um 0,7% á sama tímabili.

Talið er að vöxturinn sé knúinn áfram af aukinni einkaneyslu og lægra eldsneytisverði.

Greinendur segja að hagvaxtartölurnar auki líkurnar á því að Seðlabanki Bandaríkjanna hækki stýrivexti sína í septembermánuði.

Bandaríska hagkerfið óx um 0,6% á fyrsta fjórðungi ársins, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins, en áður var talið að það hefði dregist saman um 0,2%.

Einkaneysla jókst um 2,9% á öðrum fjórðungi ársins, borið saman við 1,8% á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Samkvæmt nýlegum atvinnutölum hafa meira en 200 þúsund störf orðið til á mánuði og þá hefur atvinnuleysi í landinu lækkað í 5,3%.

Chris Williamson, aðalhagfræðingur Markit, segir að bætt staða á vinnumarkaði, lág verðbólga og lækkandi olíuverð hafi haft góð áhrif á bandarískan efnahag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK