Air Greenland kaupir 30% í Norðurflugi

Þyrla Norðurflugs við Fimmvörðuháls.
Þyrla Norðurflugs við Fimmvörðuháls. mbl.is/Árni Sæberg

Air Greenland hefur keypt þrjátíu prósent hlut í Norðurflugi en fjárfestingin nemur um tvö hundruð milljónum króna. Með kaupunum tekur Norðurflug yfir tvær þyrlur frá Air Greenland auk þess sem önnur verður í láni í vetur og næsta sumar. Þyrlum Norðurflugs fjölgar þar með úr tveimur í fimm.

Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, segir félögin tvö hafa átt í góðu samstarfi í tæplega fimm ár en fyrirtækið hefur t.d. áður verið með þyrlurnar tvær frá Air Greenland í láni. Þá segir hann að mikill vöxtur hafi verið í starfseminni á liðnum árum og bætir við að fleiri þyrlur bjóði upp á fleiri ferðir og meiri sveigjanleika í bókunum.

Birgir segir Norðurflug græða á reynslu Air Greenland í þyrlurekstri en félagið starfar á víðu sviði og er með um tuttugu þyrlur í rekstri.

Tímagjald ekki boðlegt

Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi Norðurflugs á liðnum árum sem hefur notið góðs að auknum fjölda ferðamanna. 

„Vöxturinn frá árinu 2009 er mjög áhugaverður en þá byrjuðum við að bjóða upp á þessar vinsælu pakkaferðir,“ segir Birgir og bætir við að áður fyrr hafi aðeins verið rukkað fyrir hverja klukkustund í lofti. 

„Það var ekki hægt að bjóða túristum sem þekkja ekki landið upp á það,“ segir hann. Á heimasíðu Norðurflugs eru sextán mismunandi pakkaferðir í boði, sem kosta allt frá 25.500 krónum til 399.900 krónur á mann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK