Mesti hagvöxturinn á Írlandi

Michael Noonan, fjármálaráðherra Írlands.
Michael Noonan, fjármálaráðherra Írlands. AFP

Írska hagkerfið stækkaði um 1,4% á fyrstu þremur mánuðum ársins og þá reyndist hagvöxtur í landinu í fyrra meiri en áður hafði verið gert ráð fyrir.

Hagvöxtur í landinu mældist 5,2% í fyrra, en ekki 4,8%, eins og áður var talið, samkvæmt nýjum tölum frá írsku hagstofunni.

Hagvöxturinn í Írlandi er það með sá mesti í allri Evrópu.

Seðlabanki Írlands spáði því fyrr í vikunni að hagvöxtur á þessu ári verði 4,1%.

Til samanburðar gerir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins aðeins ráð fyrir að hagvöxtur verði 1,8% innan ríkja Evrópusambandsins og 1,5% innan evrusvæðisins á árinu.

Írska hagkerfið er nú álíka stórt og það var árið 2007, að því er segir í frétt AFP.

Michael Noonan, fjármálaráðherra Írlands, segir að merki séu um „kröftugan vöxt“ í flestum geirum hagkerfisins. „Við höfum skapað grundvöll fyrir góðan bata. Verkefnið nú er að byggja ofan á þeim árangri sem við höfum náð á undanförnum árum,“ segir hann.

Alan McQuaid, greinandi hjá Merrion Stockbrokers, segir líklegt að hagvöxturinn verði á bilinu 5-6% á árinu. Það gefi ríkisstjórninni byr í seglin fyrir þingkosningarnar á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK