Vaskurinn mun bæta samkeppnishæfni

Erlendar ferðaskrifstofur hafa hingað til séð sér hag í því …
Erlendar ferðaskrifstofur hafa hingað til séð sér hag í því að flytja sjálf ýmsa þjónustu til Íslands sem er nú þegar í boði. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Ýmis innlend þjónusta, sem erlendar ferðaskrifstofur kaupa og bjóða upp á í pakkaferðum til útlendinga, verður samkeppnishæfari þegar ferðaskrifstofur verða virðisaukaskattsskyldar, að mati Alexanders G. Eðvardssonar, forstöðumanns skatta og lögfræðisviðs KPMG.

„Það er vegna þess að innskattur sem fyrirtækin greiða í dag fyrir þjónustu mun þá dragast frá útskattinum,“ segir Alexander í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Í dag þurfa erlendar ferðaskrifstofur ekki að skrá sig hérlendis vegna þess að þær eru ekki virðisaukaskattsskyldar á Íslandi. Það þýðir að virðisaukaskattur sem innifalinn er í þeirri innlendu þjónustu sem keypt er fæst ekki frádreginn og verður því hluti af kostnaðarverði þjónustunnar. „Það þýðir að í mörgum tilvikum leigja erlendar ferðaskrifstofur hópferðabíla í heimalandi sínu, þar sem virðisaukaskatturinn fæst væntanlega endurgreiddur, og flytja farþega með þeim til Íslands og um landið,“ segir Alexander.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK