KFC prentar myndir í kjúklingafötu

Minningarfatan.
Minningarfatan.

Kentucky Fried Chicken hefur búið til kjúklingafötu sem er jafnframt þráðlaus ljósmyndamyndaprentari.

Fatan var búin til í tilefni sextíu ára afmælis keðjunnar í Kanada og kallast minningafatan (e. Memory Bucket). Takmarkað upplag er í boði þar sem einungis nokkrir heppnir viðskiptavinir munu fá fötuna gefins.

Hægt er að tengja fötuna, eða prentarann, við snjallsíma og senda síðan myndir beint úr símanum.

Þetta er ekki fyrsta tæknivæðing fyrirtækisins en KFC í Japan gaf í fyrra út lyklaborð og tölvumús sem var jafnframt minnislykill. Músin var í laginu eins og kjúklingaleggur. Einungis nokkur eintök af fyrrnefndum vörum voru í boði og lentu þau í höndum nokkurra Facebook vina keðjunnar. 

Fortune greinir frá.

KFC í Japan gaf út lyklaborð og tölvumús.
KFC í Japan gaf út lyklaborð og tölvumús.



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK