Selja 5,4% í RBS

Royal Bank of Scotland (RBS)
Royal Bank of Scotland (RBS) AFP

Bresk stjórnvöld hafa selt 5,4% í Royal Bank of Scotland (RBS) á 2,1 milljarð punda, sem svarar til 441 milljarðs króna. Salan er liður í að minnka hlut ríkisins í bankanum en ríkið kom RBS til bjargar í fjármálakreppunni 2008.

Alls lögðu bresk yfirvöld bankanum til 45,5 milljarða punda árið 2008 og eignaðist ríkið við það 80% af hlutafé RBS.

Frá þeim tíma hefur RBS tapað um 50 milljörðum punda og sagt upp um 30 þúsund starfsmönnum. Von er á að fleiri þúsund starfsmenn bankans muni missa vinnuna á næstunni. 

Í tilkynningu frá breska fjármálaráðuneytinu kemur fram að hluturinn var seldur á 30 pens og fjárhæðin, 2,1 milljarður punda, verður nýtt til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þegar bankanum var bjargað var kostnaðurinn 500 pens á hlut og því ljóst að stór hluti fjárhæðarinnar endar á herðum skattgreiðenda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK